Um IcePatent
Um IcePatent
Hjá IcePatent er þekking á sviði rafmagnstæknifræði, rekstrarfræði, fjármála, verðbréfa og hugbúnaða. VIð önnumst rafhönnun í byggingar og bjóðum upp á umsjónarkerfi fyrir hótelrekstur.

Gilstihús
Við hjá IcePatent einbeitum okkur að gera rekstur gistihúsa sem hagkvæmastan. Markmið okkar er að bjóða upp á lausnir sem gerir rekstur gistihúsa auðveldari og hagkvæmari.
Markvissar upplýsingar gefur kost á betri nýtingu gistirýma og minnka áhættu á yfirbókunum. IcePatent býður upp á PMS umsjónarkerfi sem er einfalt í notkun og auðvelt er að tileinka sér kosti þess.
Ferill við uppbyggingu gistihúsa í grófum dráttum
- Viðskiptaáætlun
- Fjármögnun
- Hönnun
- Leyfisöflun
- Smíði
- Markaðssetning
- Rekstur
IcePatent getur komið að öllum þáttum sem varða rekstur eða uppbyggingu gistiþjónustu. Á vegum IcePatent eru tæknifræðingar, húsasmíðameistarar, hönnuðir, viðskiptafræðingur, rekstrarfræðingur, lögfræðingur og forritarar.

Af hverju að hafa samband við IcePatent
Rafhönnun
Ef þú ert í byggingahugleiðingum eða hyggur á viðhald rafkerfis önnumst við alla þjónustu er varðar rafteikningar. Í samvinnu við S.SAGA ehf. verkfræðistofu önnumst við heildarhönnun bygginga, s.s. burðarvirki, lagna, loftræsikerfi og raflagna.
Fyrirlestrar
Fyrirlestrar um rafbíla og rafbílavæðingu. Hentar fyrir þá sem flytja inn rafbíla, vilja vera upplýstir um áhrif rafbílavæðingar á raforkuframleiðslu eða dreifingu rafmagns eða eru áhugasamir um rafbíla.
Hótelrekstur
Viljir þú hafa góða yfirsýn yfir bókunarstöðu þína og tryggja að þú náir sem bestri nýtingu út úr rekstrinum skaltu hafa samband. Sendu okkur skeyti með því að fylla út formið hér eða hafðu samband símleiðis í síma 852 2090.
PMS hótelkerfi
Ef leitað er að notendavænu umsjónarkerfi fyrir gistiþjónustu sem auðvelt er að læra á, er þægilegt í notkun og gefur greinargóðar upplýsingar um stöðu bókana og sölu. Er upplagt að hafa samband við okkur. Í boði er að fá kerfið til prófunar í 30 daga án endurgjalds.
Viðskiptaáætlun
Hafðu samband ef þig vantar aðstoð við gerð viðskiptaáætlunar um rekstur gistihúss. Við skoðum allt er varðar reksturinn og setjum upp kostnaðaráætlun fyrir framkvæmdir og rekstur.
IcePatent ehf.
Rauðavað 21,
110 Reykjavík
s. 852 2090
kt. 410715-0900
banki 301-26-42849
VSK nr. 120856